Mexíkósk kjúklingasúpa
Kjúklingur Súpur og salöt

Mexíkósk kjúklingasúpa

400 g kjúklingur  eldaður, saxaður eða niðurrifinn
1 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, saxaður
4 hvítlauksrif, söxuð eða marin
450 gr salsa- eða tacosósa, má líka nota niðursoðna tómata
2 dl chillísósa úr flösku
1 líter kjúklingasoð
1 tsk paprikuduft og/eða 1 tsk. chillíduft
salt og pipar, að smekk

————————————-

Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíu í potti við meðalhita. Bætið salsa- eða tacosósu í ásamt chillísósu.

Látið malla smá stund. Maukið þá súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél þar til slétt. (Má sleppa þvi að mauka en passið þá að saxa laukinn mjög smátt). Bætið síðan kjúkling og soði saman  við og látið suðuna aðeins koma upp. Kryddið að vild og smakkið til þar til hæfilega sterk.

Meðlæti, stráð yfir súpu að smekk:

ostur, rifinn
ferskt kóríander, saxað
nachosflögur, muldar
límónubátar, til að kreista safa yfir súpuna


Please follow and like us: