Ís og eftirréttir

Smjör- pekahnetuís

1,25 dl smjör
2,5 dl pekahnetur
1/2 teskeið salt
2 stór egg
1,8 dl sykur
5 dl rjómi
2,5 dl mjólk

– – – – – – – – – –

Bræðið smjörið við lágan hita á pönnu. Bætið pekahnetunum og saltinu við og látið malla, hrærið stöðugt, þar til pekahneturnar fara að verða brúnar. Sigtið smjörið frá í skál og setjið hneturnar í aðra skál og látið kólna.

Þeytið eggin þar til þau eru létt og froðukennd (1-2 mín). Blandið sykrinum saman við, smá í einu. Þeytið í ca. 1 mín. í viðbót. Hellið rjómanum og mjólkinni saman við og blandið vel saman við hitt. Bætið við bráðna smjörinu og blandið vel saman.

Setjið í ísvél. Bætið pekahnetunum við eftir að ísinn er farinn að stífna (um 2 mín. áður en hann er tilbúinn). Hafið ísvélina svo í gangi í nokkrar mínútur í viðbót þar til ísinn er tilbúinn.

Úr þessu kemur um 1 líter.


Please follow and like us: