Kleinuhringirnir
Hollari sætindi Önnur sætindi

Hollari kleinuhringir með karamelluglassúr

Sílikonmótin

Ég rakst á þessa uppskrift og ákvað að ég yrði nú loksins að fá mér kleinuhringjamót. Ég fann fínt sílikonmót á ebay og pantaði mér tvö sem taka 8 kleinuhringi hvort. Þægilega við sílikon er að maður þarf ekki að smyrja og deigið festist ekkert við.

Þurrefni – skál 1
1/2 bolli kókoshveiti
1/4 bolli möndlumjöl
1/4 tsk sjávarsalt
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk kanill

Blaut hráefni – skál 2
6 egg
1/2 bolli hunang
1/4 bolli kókosolía, í fljótandi formi
1/4 bolli ósætt eplamauk
1 msk vanilludropar

Karamelluglassúr (uppskrift neðar)

—————————————

– Hitið ofninn á 175°C (350°F) og smyrjið kleinuhringjamótið með kókosolíu (óþarfi með sílikon samt).

– Hrærið saman þurrefnum (skál 1) og síðan þeim blautu (skál 2) og blandið þeim síðan saman. Hrærið þar til deigið hefur þykknað vel eða í um 3 mínútur.

– Látið deigið í sprautupoka (eða látið deigið í nestispoka og klippið smá gat á eitt hornið) og sprautið í kleinuhringjamótið. Varist að fylla þau alveg upp þar sem kleinuhringirnir munu lyfta sér örlítið. Bakið í 20-22 mínútur.

– Takið úr ofni og látið standa í um 1-2 mínútur. Hellið síðan kleinuhringjunum á smjörpappír og látið kólna áður en karamelluglassúrinn er látinn á.

Karamelluglassúr
6 msk (90 ml) hunang
2 msk hnetusmjör
2 tsk vanilludropar

—————————————

– Hitið hunangið á pönnu við meðalhita í um 4 mínútur. Það mun freyða, sem er gott.

– Bætið hnetusmjörinu og vanilludropunum saman við og hrærið í 1-2 mínútur. Athugið að því lengur sem þið hitið þetta því harðari verður blandan.

– Látið strax á kleinuhringina, áður en karmellan nær að harðna.


Please follow and like us: