250 ml þeyttur rjómi
2 stór egg
65 gr sykur
safi úr einni sítrónu
150 ml ananassafi
5 blöð matarlím
súkkulaðispænir efitr smekk (ég setti 50 gr)
———————————————-
Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Þeytið egg og sykur vel saman þar til hræran verður ljósgul og létt.
Setjið matarlímsblöðin í kalt vatnsglas í 5 mínútur. Vatnið á að fljóta vel yfir. Á meðan getið þið saxað súkkulaði.
Takið matarlímið úr glösunum ásamt því vatni sem loðir við, þ.e. ekki kreista úr þeim vatnið. Bræðið blöðin yfir vatnsbaði (í hitaþolinni skál sem er sett yfir pott með sjóðandi vatni). Hellið brædda líminu út í ananas og sítrónusafann og látið kólna í nokkrar mínútur.
Hellið safablöndunni út í eggjahræruna og hrærið vel á meðan. Blandið þeytta rjómanum saman við og hrærið vel. Þegar þetta er farið að stífna aðeins bætið þá súkkulaðispæninum út í og skiljið smá eftir til að setja ofaná þegar þetta er orðið enn stífara.
Setjið í ísskáp í nokkra klukkutíma en best er að gera frómasinn daginn áður en það á að borða hann.