Þetta er svona laumuhollustubrauð, þar sem það er fullt af kúrbít í því en ekki víst að allir fatti það ef þeir vita ekki af því.
1 2/3 bollar fínt spelt eða hveiti
1/3 bolli kakóduft (úr heilsubúð)
1 1/2 tsk xanthan gum (fæst í heilsubúðum)
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk sjávarsalt
2/3 bollar kókospálmasykur
1/4 bolli dökkir súkkulaðidropar
2 egg
1 tsk vanilluextrakt
1/4 bolli möndlumjólk (eða önnur mjólk)
1/2 bolli kókosolía, brædd
2 bollar rifinn kúrbítur (zucchini)
————–
Hitið ofninn í 180°C (350°F) og klæðið brauðform með bökunarpappír.
Sigtið hveiti, kakó, xanthan gum, lyftiduft, matarsóda og salt í stóra skál og blandið saman. Bætið við sykri og súkkulaði og blandið saman. Setjið til hliðar.
Hrærið saman egg, vanillu, mjólk og olíu í stórri skál. Bætið við þurrefnunum og hrærið, og þarnæst kúrbítnum og blandið öllu vel saman.
Setjið deigið í formið og bakið í 60 mínútur eða þar til gaffall kemur hreinn út þegar þið potið í miðjuna á brauðinu. Látið kólna í 10 mínútur í forminu og takið það svo úr og látið kólna alveg.
Brauðið geymist við stofuhita í allt að 3 daga. Brauðið frystist líka vel.