Hollari sætindi Ís og eftirréttir

Hollur bananaís

8 þroskaðir bananar (mikilvægt að þeir séu þroskaðir)
2 msk. lífrænt hunang (fljótandi)
1 sítróna, safinn
400 ml rjómi, þeyttur

——————————————

Maukið bananana í matvinnsluvél eða blandara ásamt hunanginu og sítrónusafanum.

Þeytið rjómann í annarri skál og blandið svo öllu varlega saman og frystið eða setjið í ísvél.


Please follow and like us: