Hollari sætindi

Litlar hrápekankökur

litlar-hrapekankokur

Þessar eru ekki flóknar og er hentugt að eiga í frystinum þegar manni langar í eitthvað sætt eftir matinn. Þær eru tilbúnar til átu beint úr frystinum. Úr þessu verða 12 kökur.

Botninn:
2 bollar pekanhnetur, lagðir í bleyti yfir nótt eða í nokkrar klst
100 gr dökkt súkkulaði, ég notaði 70%
2 msk kókosolía

Aðferð:
Hellið vatninu af pekanhnetunum og skolið þær. Saxið hneturnar smátt niður á skurðarbretti. Setjið í skál og leggið til hliðar.

Bræðið súkkulaðið ásamt kókosolíunni yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni á mjög lágum hita. Þegar súkkulaðið er bráðnað hellið því þá í skálina sem pekanhneturnar eru í og blandið vel saman.

Setjið pekan-súkkulaðiblönduna í möffins sílikonform, rúm matskeið í hvert form. Setjið formin í frysti á meðan þið búið til karamelluna.

Karamellan:
2 bollar döðlur
6 msk möndlusmjör
2 tsk lífrænt vanilluduft
1/2 tsk sjávarsalt

Aðferð:
Setjið döðlurnar í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Látið bíða í skálinni í 10 mínútur.

Hellið vatninu af döðlunum og setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefninu. Blandan er tilbúin þegar hún er orðin silkimjúk og kekkjalaus.

Takið formin úr frystinum og dreifið karamellulaginu jafnt á milli. Skreytið með því að þrýsta heilli pekanhnetu í miðjuna.

Setjið formin aftur inn í frysti og bíðið í a.m.k. 2-3 klst þar til þið gæðið ykkur á kökunum. Geymið þær alltaf í frysti. Karamellan verður alltaf frekar mjúk sama hversu lengi hún er í frystinum.


Please follow and like us: