Þetta er upplagt að gera fyrir jólin og gefa vinum og ættingjum, gestgjafa í matarboði eða bara borða það sjálf(ur). Þið getið hvað sem þið viljið ofaná súkkulaðið.
2 bollar 70% súkkulaði
þurrkuð trönuber
ósætt kókosmjöl
pistasíuhnetur
smá gróft salt (t.d. fleur de sel)
eða annað sem ykkur dettur í hug
————-
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Hellið súkkulaðinu á bökunarpappír og dreifið úr því með sleikju. Þetta ætti að vera um 20×30 cm eða svo. Dreifið hnetunum, kókosmjöli eða hverju sem þið viljið nota yfir. Það er gott að ýta stærri bitunum aðeins ofaní súkkulaðið til að þeir festist betur, eins og ég gerði með hneturnar og trönuberin. Kælið í ísskáp í a.m.k. klukkustund eða þar til súkkulaðið er orðið nógu hart til að brjóta það. Brjótið eða skerið í hæfilega stóra bita.
Myndataka: Melissa St-Arnauld