Þessir molar eru syndsamlega góðir og upplagt að eiga í kæli/frysti þegar sætindapúkinn gerir vart við sig. Þó innihaldsefnin séu mörg þá tekur ekki langan tíma að gera molana. Þetta er sannkallað hollustugotterí sem má borða með góðri samvisku.
1 bolli blandaðar hnetur, t.d. kasjúhnetur, pekanhnetur, valhnetur eða möndlur
2 msk hnetusmjör
4 msk mórber
2 msk hempfræ
2 msk gojiber
2 msk kakónibbur
2 msk kakó
1 msk lucuma
1 tsk lífrænt vanilluduft
smá sjávarsalt
2 msk kókossýróp
1/3 bolli kókosolía, við stofuhita
————-
Hakkið hneturnar í matvinnsluvél og setjið svo í skál.
Setjið allt nema kókosolíuna og kókossýrópið í sömu skál og blandið vel.
Hellið kókosolíunni og kókossýrópinu í skálina og blandið öllu vel saman.
Mótið litlar kúlur með höndunum og geymið í ísskáp eða frysti.