Kjúklingur

Tandoori quesadillas með mangó chutney

Þessi uppskrift er einföld og fljótleg. Ferska mangó chutney-ið er líka æði.

2 msk olía
1 rauðlaukur, smátt skorinn
1 msk hvítlaukur, smátt skorinn
1 msk engifer, rifið
1/4 bolli tandoori paste
500 gr kjúklingabringur, skornar í bita
1/2 bolli hrein jógúrt
6 stórar heilhveiti tortillur
3/4 bolli rifinn mozzarella

————————–

Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlauk, hvítlauk og engifer í 3 mínútur.

Bætið tandoori paste við og steikið áfram í 1 mínútu.

Bætið kjúklingnum við og steikið þar til hann er næstum því tilbúinn, um 8 mínútur. Bætið jógúrtinu við og eldið áfram þar til kjúklingurinn er alveg steiktur í gegn, um 2 mínútur í viðbót.

Hitið ofninn í 200°C (400°F). Setjið tortillu á bökunarplötu og dreifið 1/3 af kjúklingablöndunni á tortilluna. Stráið 1/4 bolla af mozzarella yfir og lokið með annarri tortillu. Endurtakið með hinar tortillurnar þannig að þetta verða 3 tortilla “samlokur”.

Bakið þar til osturinn bráðnar, 3-5 mínútur. Skerið hverja tortillu í 6 sneiðar og berið fram með mangó chutney.

Mangó chutney:

1/4 bolli ananassafi
1/4 bolli rauðlaukur
1 msk ferskt kóreander
1 tsk chat masala krydd
1/4 tsk salt
1 bolli mangóbitar

———————

Setjið allt nema mangó í matvinnsluvél og maukið vel. Bætið mangóbitunum við og “pulsið” nokkrum sinnum þar til bitarnir eru gróflega saxaðir. Kælið þar til þetta er borið fram.


Please follow and like us: