Ýmislegt

Ristaðar karrý-cashewhnetur

250 gr cashew hnetur
1 msk kókosolía
1/2 msk karrýduft
1/2 tsk salt
agnarögn (1/16 tsk) cayanne pipar (má sleppa)

——————–

Hitið ofninn í 200°C (400°F).

Dreifið hnetunum jafnt á bökunarplötu klæddri smjörpappír. Bakið í 7-9 mínútur í miðjum ofni eða þar til hneturnar eru oðrnar gylltar að lit.

Bræðið kókosolíuna með heitu vatni eða með því að setja í örbylgjuofn í 20-30 sekúndur. Bætið kryddunum við og hrærið.

Setjið hneturnar í skál og hellið kókosolíunni og kryddunum yfir og blandið vel saman.


Please follow and like us: