Þægilegt að gera um helgi og borða í morgunmat út vikuna eða eiga sem snarl með kaffinu. Geymist í 5 daga í ísskáp eða 3 mánuði í frysti.
Það er mikilvægt að nota tröllahafra í þessa uppskrift en ekki smærra haframjöl, annars verður áferðin ekki rétt.
2 stór egg
1 bolli ósæt möndlumjólk eða önnur jurtamjólk
1/3 bolli hlynsýróp
1/4 bolli eplamauk
1 msk kókosolía
1/2 tsk vanilluextrakt
3 bollar tröllahafrar
3/4 bollar fersk eða frosin ber (ég notaði frosna berjablöndu)
1 msk chia fræ
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
Hitið ofninn í 180°C (350°F) og setjið bökunarpappír í ferkantað mót (um 8×8 tommur eða 20×20 cm).
Setjið egg, möndlumjólk, hlynsýróp, eplamauk, olíu og vanilluextrakt í stóra skál og blandið vel saman.
Bætið þá við höfrum, berjum, chia fræjum, lyftidufti og salti og blandið öllu saman.
Setjið í mótið og bakið í um 40 mínútur eða þar til miðjan er rétt svo orðin stíf. Látið kólna vel áður en þið skerið í 9 jafnstórar sneiðar.
Næringarupplýsingar (ein sneið):
139 kaloríur, 36 kaloríur úr fitu, heildarfita 4.4g, 1.7g mettuð fita, 41mg kólesteról, 138mg sódíum, 22.2g kolvetni, 2.3g trefjar, 9.3g sykur, 4.1g prótein