Gott að eiga í frystinum þegar súkkulaðiþörfin kallar. Uppskriftin er vegan, glútenfrí og inniheldur ekki mjólkurvörur.
1 1/2 bolli (um 283 gr) dökkir súkkulaðidropar (72% eða meira)
2 tsk kókosolía
1/2 bolli möndlusmjör (smooth)
1 msk hlynsýróp (eða hunang)
1/2 tsk vanilluextrakt
gróft sjávarsalt til að skreyta
- Finnið til 12 múffuform og setjið til hliðar (ég nota sílikonform, mun þægilegra að vinna með)
- Blandið saman möndlusmjöri, hlynsýrópi og vanilluextrakt í lítilli skál. Setjið í frysti í 10 mínútur til að það harðni aðeins og verði auðveldara að vinna með.
- Bræðið súkkulaði og kókosolíu (ég notaði örbylgjuofn á “melt” stillingu) og hrærið saman.
- Setjið 2 tsk af súkkulaði í hvert form með skeið og snúið formunum aðeins til þannig að súkkulaðið fari aðeins upp á kantana á forminu. Setjið í frysti og látið harðna í 10 mínútur.
- Takið möndlusmjörið úr frysti og rúllið 1 tsk í einu í litla kúlu. Fletjið svo út með lófanum.
- Takið súkkulaðið úr frysti og setjið möndlusmjörið í hvert form.
- Hellið restinni af brædda súkkulaðinu yfir og látið standa í nokkrar mínútur til að harðna. Skreytið svo með smá grófu sjávarsalti
- Geymist í ísskáp í viku eða í frysti í 3 mánuði.
Næringarupplýsingar fyrir einn skammt (12 skammtar í uppskrift):
121 kaloría, 9gr fita, 2gr mettuð fita, 0mg kólesteról, 20mg sódium, 9gr kolvetni, 1gr trefjar, 6gr sykur, 3gr prótein
Please follow and like us: