Snickers hrákaka
Hollari sætindi Kökur

Snickers hrákaka

Videoupppskrift á mbl.is: Snickerskaka Ebbu

Botn:
1 bolli sesamfræ og möndlur (lagt í bleyti)
1 bolli kókosmjöl
1 bolli döðlur

– Allt sett í matvinnsluvél og maukað. Þjappað í botninn á forminu.

Millilag:
1/2 bolli kaldpressuð kókosolía
1 bolli lífrænt hnetusmjör eða um 200 gr
2 bollar kasjúhnetur (lagðar í bleyti)
1/2 bolli agave sýróp eða lífrænt hunang

Allt sett í matvinnsluvél og maukað. Dreifið yfir botninn.

Ofaná:
Bræða 70% súkkulaði eða búa til:

1/4 bolli lífrænt hunang eða agave sýróp
1/2 bolli kaldpressuð kókosolía/kakósmjör
1/2 bolli kakó

Hérna notaði ég 56% lífrænt súkkulaði sem var mjög gott.

Sett í frysti í nokkra tíma skv Ebbu, en mér fannst betra að geyma hana bara í kæli


Please follow and like us: