Cupcakes & Muffins Hollari sætindi Sætindi

Hnetusmjörsmúffur með banana og súkkulaði

Einfaldar og bragðgóðar múffur í hollari kantinum. Þær eru glútenfríar og innihalda ekki mjólkurvörur eða hvítan sykur.

250 gr hnetusmjör
2 þroskaðir bananar (því brúnni, því betra)
2 egg
60 ml hlynsýróp (eða hunang)
40 gr kakó
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk sjávarsalt


Hrærið hnetusmjöri, bönunum, eggjum og hlynsýrópi vel saman. Bætið kakói, matarsóda, lyftidufti og salti saman við. Hrærið varlega með sleif.

Skiptið deiginu niður í 12 múffuform. Bakið í 175°C (350°F) heitum ofni í 20-25 mínútur.


Please follow and like us: