Vegan heilhveiti bananapönnukökur
Önnur sætindi Sætindi

Vegan heilhveiti bananapönnukökur

Mjög einfaldar, fljótlegar og góðar. Upplagt að bera fram með hlynsýrópi og berjum til dæmis.

2 1/2 bolli heilhveiti eða gróft spelt
2 msk kókospálmasykur
2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 bollar ósæt möndlumjólk (eða önnur jurtamjólk)
1 lítill banani, stappaður
kókosolía til að steikja


Hrærið saman hveiti, sykri, matarsóda og salti í stórri skál. Búið til holu í miðjunni og bætið við mjólkinni og banananum. Blandið öllu saman þar til það er engir þurrir hlutar en ekki blanda of mikið heldur.

Hitið ca hálfa teskeið af kókosolíu á pönnu við meðalhita. Setjið eina ausu af deigi á pönnuna og snúið pönnunni aðeins til þannig að deigið dreifist aðeins. Pönnukökurnar eiga samt að vera þykkar. Steikið í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær fara að búbbla að ofan. Snúið pönnukökunni þá við og steikið í 1-2 mínútur á hinni hliðinni eða þar til pönnukakan er gullinbrún.


Please follow and like us: