Glútenlausar súkkulaðibitasmákökur
Hollari sætindi Smákökur

Glúten, sykur og hveitilausar súkkulaðibitasmákökur

Súkkulaðibitasmákökur eru hið mesta hnossgæti en ekki allir sem þola hveitið… Þessi uppskrift er því kærkominn í uppskriftasafnið fyrir jólin.

Á aðeins hálftíma ertu klár með ótrúlega ljúffengar smákökur sem eru frábærar fyrir börn og fullorðna sem þola illa glútein. Þessi uppskrift er bæði einföld og góð en kökurnar taka bara 10 mín í ofni og er uppskriftin fyrir 24 kökur.

2 bollar möndlumjöl
1/2 bolli (ríflega) dökkt súkkulaði saxað
1/2 tsk kanil
1/4 tsk matarsódi
1/4 tsk sjávarsalt
6 msk brædd kókosolía
4 msk hunang
2 tsk vanilluextrakt
2 msk mjólk (eða möndlumjólk ef þú vilt sleppa við mjólkurvörur alveg)

————————–

Hitið ofninn í 180 og skerið súkkulaðið í grófa bita

Blandið súkkulaði, möndlumjöli, kanil, matarsóda og salti í miðlungs stórri skál…

Í örlítið minni skál skaltu blanda saman kókosolíu, hunangi, vanilluextrakt og mjólk. Notaðu sömu skeið til að mæla kókosolíuna og hunangið en byrjaðu á olíunni og helltu svo huangi í skeiðina án þess að þrífa hana. Þannig rennur hunangið vel úr skeiðinni.

Blandaðu öllu saman rólega  með sleif og búðu svo til kúlur sem þú raðar á bökunarpappír á ofnskúffu.

Bakist í 10 mínútur og kælið í 5 áður en þær eru bornar fram.


Please follow and like us: