Banana- morgunmuffins
Cupcakes & Muffins

Banana morgunmuffins

Þessar eru ekki mjög sætar og fínar sem morgunverðar muffins þó þær séu auðvitað góðar allan daginn. Ég fékk úr þessu 14 muffins.

3 bananar, stappaðir
75 gr hrásykur
3 msk hunang
2 dl kókosmjólk
2 msk kókosolía
225 gr hveiti eða spelt
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/2 tsk kanill, malaður
1/2 tsk kardimommur, malaðar
1/2 tsk engiferkrydd
100 gr hnetur, múslí, granóla, rúsínur eða álíka

——————————————-

Hitaðu ofninn í 180°C (355°F). Finndu til muffins form.

Stappaðu bananana í stórri skál, hrærðu saman við sykri og hunangi og kókosmjólkinni. Blandaðu þessu vel saman.

Hrærðu nú samanvið bananablönduna hveitinu, matarsódanum, saltinu og kryddunum. Settu hneturnar, músli eða hvað sem þú notar út í síðast. Þú getur notað hvað sem er, morgunkorn, þurrkaða ávexti, múslí, hnetur, blandað saman því sem þú finnur. Það er svo skemmtilegt að bíta í sneið af þessu brauði og finna eitthvað nýtt í hverjum bita.

Settu í muffins formin og bakaðu ofarlega í ofninum í 25 mínútur.

Kældu í 10 mínútur áður en þú færð þér að smakka.


Please follow and like us: