Úr þessu koma 11-12 kökur.
3/4 bolli hveiti
2 msk kakó
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
57 gr ósaltað smjör, við stofuhita
3/4 bolli sykur
3/4 bolli smjörmjólk (buttermilk – sjá hér)
1 egg
1 tsk vanilludropar
rauður matarlitur
Krem:
2 bollar flórsykur
112 gr rjómaostur, við stofuhita
28 gr ósaltað smjör, við stofuhita
1 msk mjólk
1 tsk vanilludropar
———————————
1) Hitið ofninn í 180°C (350°F). Undirbúið muffins formin.
2) Blandið saman 5 fyrstu innihaldsefnunum í lítilli skál og setjið til hliðar. Þeytið saman sykurinn og smjörið og bætið þarnæst egginu og vanilludropunum við og þeytið vel saman.
3) Hafið hrærivélina stillta á lágan hraða og bætið við helmingnum af þurrefnunum og helmingnum af smjörmjólkinni og blandið vel saman en þó ekki ofblanda. Bætið þarnæst við restinni af þurrefnunum og smjörmjólkinni og hrærið þar til allt er vel blandað saman. Notið spaða til að skafa meðfram hliðunum. Bætið matarlitnum við, það þarf smá slatta til að þetta verði vel rautt. Mér finnst best að nota gel matarlit.
4) Setjið deigið í formin (með ísskeið ef þið eigið þannig) og bakið í 18-22 mínútur. Stingið gaffli í miðjuna og ef ekkert festist við þá eru þær til. Látið kökurnar kólna alveg.
5) Fyrir kremið – setjið öll innihaldsefnin í hrærivélarskál og hrærið vel saman. Byrjið á lægsta hraða og aukið hann smám saman. Setjið kremið á með spaða/skeið eða sprautið því á með sprautupoka með stórum stút. Ég notaði stjörnustút og sáldraði svo fíngerðu rauðu kökuskrauti yfir til að gera þetta aðeins flottara.
6) Látið kökurnar í ísskáp í 10-15 mínútur áður en þið berið fram.