Litlar graskersbökur
Cupcakes & Muffins Hollari sætindi Sætindi

Litlar graskersbökur

Mjög haustleg uppskrift sem svíkur ekki. Uppskriftin er glútenfrí og án mjólkurvara.

Botn:
2 bollar pekanhnetur (ósaltaðar)
1/2 bolli kókosmjöl (án viðbættrar sætu)
1/4 bolli hlynsýróp
2 msk kókosolía
1/4 tsk sjávarsalt

Fylling:
2 bollar graskersmauk
1/2 bolli kókosrjómi – hægt er að nota kókosmjólk í dós, skafið þykka hlutann sem sest efst
1/2 bolli hlynsýróp
2 egg + 1 eggjarauða
1 tsk kanill
1 1/2 tsk pumpkin pie spice
1 tsk vanilla extrakt
1/2 tsk sjávarsalt


  1. Hitið ofninn í 175°C (350°F)
  2. Setjið pekanhnetur og kókosmjöl í matvinnsluvél “pulse-ið” þar til þetta fer að líkjast sandi í áferð. Passið að blanda ekki of lengi, þá fer þetta að breytast í hnetusmjör.
  3. Bætið við hlynsýrópinu, kókosolíunni og saltinu. “Pulse-ið” aftur þar til allt er vel blandað og festist saman.
  4. Finnið til 16 múffuform.
  5. Dreifið hnetublöndunni jafnt á milli formanna, notið teskeið eða fingurna til að ýta niður. Setjið til hliðar.
  6. Blandið saman graskersmaukinu, kókosrjómanum, hlynsýrópinu, eggjunum, eggjarauðunni, kanil, pumpkin pie spice, vanilluextrakt og sjávarsalti í sótti skál.
  7. Notið þeytara/hrærivél til að þeyta þar til allt er vel blandað.
  8. Dreifið fylingunni jafnt á milli múffuformanna.
  9. Bakið í 30 mínútur og látið svo kólna við stofuhita áður en þið setjið í loftþétt ílát og geymið í ísskáp í a.m.k. 6 klukkutíma. Skreytið með rjóma (eða kókosrjóma ef þið viljið sleppa mjólkurvörum) og smá kanil ef vill.

Næringarupplýsingar í einum skammti (16 skammtar alls):
575 kcal, 15 gr kolvetni, 3 gr prótein, 58 gr fita, 51 gr mettuð fita, 19 mg sódíum, 253 mg pótassíum, 9 gr trefjar, 4 gr sykur, 53 mg kalk, 2.1 mg járn


Please follow and like us: