Þessi er rosa holl og góð. Frábær á köldu vetrarkvöldi.
1 msk ólífuolía
1 laukur, smátt skorinn
1 rauð paprika, smátt skorin
1 ferskt jalapeno með fræjum, smátt skorið
2 hvítlauksgeirar, smátt skornir
1 msk ferskt engifer, smátt skorið
1 msk karrýduft
1/2 tsk kanill
2 tsk salt
1/3 bolli tómat paste
7 bollar (1750 ml) vatn
1 dós kókosmjólk
2 bollar rauðar linsubaunir, skolið vel
1 dós (15 oz) kjúklingabaunir
1 msk nýkreistur lime safi
ferskt kóreander og lime bátar borið fram með súpunni
———————————–
Hitið ólífuolíuna í stórum potti og steikið laukinn, paprikuna og jalapeno í 5-7 mínútur eða þar til grænmetið fer að mýkjast og taka smá lit.
Bætið við hvítlauk, engifer, kryddum og tómat paste og eldið áfram í 2-3 mínútur.
Bætið við vatni, kókosmjólk, linsubaunum og kjúklingabaunum og látið malla (ekki með loki) í 20-25 mínútur. Bætið lime safanum við alveg í lokin. Smakkið til með salti og lime.
Berið fram með fersku kóreander og lime bátum.