Hollari sætindi

Hnetusmjörsnammi með pekanhnetum og súkkulaði

Ég elska hránammi og það er afar þægilegt að eiga svona gúmmelaði í frystinum þegar manni langar í sæta bita eftir mat. Þetta getur maður borðað með góðri samvisku, í hófi að sjálfsögðu.

Pekan lagið:
6 stórar, mjúkar döðlur (Medjool)
1/2 bolli ósaltað, hreint hnetusmjör
1 1/2 bolli pekanhnetur
1 tsk vanilluextrakt
1/4 tsk salt

Súkkulaði lagið:
1/2 bolli dökkt súkkulaði *
1/4 bolli + 1 msk ósaltað, hreint hnetusmjör

Ofaná:
1/4 bolli saxaðar pekanhnetur

——————

Setjið smjörpappír í brownies mót(um 20×20 cm) og setjið til hliðar.

Pekan lagið:
Takið steininn úr döðlunum nema þær séu steinlausar nú þegar og setjið í matvinnsluvél ásamt hnetusmjörinu. Blandið í um 1 mínútu og stoppið öðru hvoru og skafið meðfram hliðunum til að allt blandist vel.

Bætið við 1 bolla af pekanhnetum, vanillunni og salti. Blandið þar til pekanhneturnar eru orðnar vel saxaðar. Bætið við 1/2 bolla af pekanhnetum og “pulsið” nokkrum sinnum þar til hneturnar eru grófsaxaðar. Þjappið blöndunni í formið. Mér finnst gott að setja smjörpappír ofaná og pressa með höndunum.

Súkkulaði lagið:
Setjið súkkulaðið og hnetusmjörið í lítinn pott á mjög lágum hita og bræðið. Hrærið vel saman og hellið yfir fyrsta lagið í brownies mótinu. Sléttið vel úr og dreifið að lokum söxuðum pekanhnetum yfir.

Setjið mótið í frysti í 20 mínútur. Takið það þá út, losið úr mótinu og skerið í 24 bita. Raðið í box og geymið í frysti.

* vegan ef þið viljið hafa uppskriftina alveg vegan


Please follow and like us: