Þessar eru góðar til að eiga í ísskápnum eða frystinum þegar sætingaþörfin gerir vart við sig, töluvert hollari en þessar týpísku kókoskúlur.
Uppskrift frá Gulur, rauður, grænn og salt
1 bolli döðlur, lagðar í bleyti í 1 klst
1 bolli pekanhnetur, grófsaxaðar
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
1/2 bolli möndlusmjör
1/4 bolli kakóduft
vatn
kókosmjöl
——————————————
Látið í matvinnsluvél döðlur, pekanhnetur, vanilludropa, salt, möndlusmjör og kakóduft. Stillið matvinnsluvélina á pulse. Bætið út í 1-3 msk af vatni (eða meira ef þarf) þar til deigið er orðið að deigkúlu. Mótið kúlur úr deiginu og veltið upp úr kókosmjöli. Geymið í ísskáp.
Möndlusmjör er hægt að gera heima á einfaldan hátt. Látið um 150 g af möndlum í matvinnsluvél og bætið smá ólífuolíu saman við. Maukið í um 10 mínútur eða þar til möndlusmjör hefur myndast.