Hnetusmjörssmákökur með súkkulaðihjúp
Smákökur

Hnetusmjörssmákökur með súkkulaðihjúp

Úr þessu ættu að koma 22 meðalstórar smákökur. Uppskrift frá Chocolate & Carrots

1/2 bolli hnetusmjör
1/2 bolli ósaltað smjör, við stofuhita
1/2 bolli sykur
1/2 bolli ljós púðursykur
1 egg
1/2 tsk vanilludropar
1 1/4 bolli heilhveiti
3/4 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1 bolli dökkt súkkulaði (60-70%)
1/2 bolli salthnetur, gróft saxaðar

————————————-

Hitið ofninn í 190°C (375°F).

Blandið saman í skál: hnetusmjöri, smjöri, sykri, púðursykri, eggi og vanilludropum.

Blandið saman í annarri skál: heilhveiti, matarsóda og salti.

Blandið þurrefnunum saman við blautu innihaldsefnin og hrærið vel saman.

Mótið litlar kúlur og raðið á bökunarplötu klæddri smjörpappír. Passið að hafa nóg bil á milli því þær munu dreifa úr sér.

Bakið í 12-15 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar gullinbrúnar. Látið þær kólna alveg.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni á lágum hita í 20 sekúndur í einu.

Dýfið kökunum í súkkulaðið þannig að það þekji hálfa kökuna og raðið á smjörpappír. Stráið salthnetunum yfir súkkulaðið.

Látið súkkulaðið harðna áður en þið setjið í kökubox.


Please follow and like us: