Fljótlegar og einfaldar smákökur sem er meira að segja hægt að borða í morgunmat. Eina sætan kemur úr bönunum og döðlum.
1 bolli tröllahafrar sem við breytum í hafrahveiti (sjá síðar)
2 mjög þroskaðir bananar (helst með brúnum blettum utaná)
2 Medjool döðlur
2 msk kókosolía
1 egg
1 bolli tröllahafrar (mikilvægt að nota sérstaklega tröllahafra til að fá rétta áferð)
1/4 bolli ósætt kókosmjöl
1/2 bolli dökkir súkkulaðidropar
Hitið ofninn í 175 °C (350°F).
Setjið 1 bolla af höfrum í matvinnsluvél og vinnið þar til áferðin verður eins og gróft hveiti.
Bætið við bönunum, döðlum (passið að taka steininn úr), kókosolíu og egg í matvinnsluvélina og vinnið þar til allt er vel blandað saman. Hellið í stóra skál.
Bætið nú við heilu tröllahöfrunum, kókosmjölinu og súkkulaðidropunum í skálina og hrærið saman með sleikju.
Notið 1/4 bollamál til að gera 10 jafnstórar kökur. Setjið á bökunarplötu með smjörpappír. Fletjið deigið aðeins út með fingrunum eða skeið, kökurnar eiga að vera stórar og frekar flatar.
Bakið í 18-22 mínútur eða þar til þær verða gylltar. Látið kólna alveg. Geymið í ísskáp eða frysti.
Næringarupplýsingar fyrir 1 skammt (10 skammtar samtals):
189 kaloríur, 26gr kolvetni, 4gr prótein, 9gr fita, 7gr mettuð fita, 16mg kólesteról, 18mg sódíum, 252mg pótassíum, 3gr trefjar, 9gr sykur, 46IU A-vítamín, 2mg C-vítamín, 42mg kalk, 1mg járn