Smákökur

Stökkar smákökur með möndlusmjöri og súkkulaðibitum

Glútenfríar, stökkar og góðar smákökur. Ég hefði ekki giskað á að þetta væru einhverjar voðalega hollar smákökur ef ég smakkaði þær í blindni en þær eru alveg í hollari kantinum miðað við smákökur.

1 msk mulin hörfræ
1/4 bolli (60 ml) kókosolía
1/4 bolli (60 ml) möndlusmjör eða hnetusmjör
1/2 bolli (125 ml) Sucanat sykur eða púðursykur (ég notaði Splenda púðursykur sem er minna sætur)
1/4 bolli (60 ml) kókospálmasykur
1 tsk vanillu extrakt
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
1 bolli (250 ml) glútenfríir hafrar, settir í matvinnsluvél til að þeir verði að hveiti (eða kaupa bara hafrahveiti [oat flour])
1 bolli (250 ml) möndlur, settar í matvinnusluvél þar til þær verða að mjöli (eða kaupa bara möndlumjöl)
1/4 bolli (60 ml) dökkir súkkulaðidropar eða smátt skorið 70% súkkulaði

———

Hitið ofninn í 180°C (350°F). Setjið smjörpappír á bökunarplötu.

Blandið saman hörfræjum og 3 msk (45 ml) af vatni og setjið til hliðar í 5 mínútur til að þykkja.

Hrærið saman kókosolíu og  möndlusmjöri í hrærivél.  Bætið við sykrinum og hrærið áfram í 1 mínútu. Bætið við hörfræjunum ásamt vatninu og vanillu extrakt og blandið.

Blandið útí einu í einu: matarsóda, lyftidufti, salti, höfrum og möndlumjöli. Deigið ætti að vera pínu klístrað. Ef það er of þurrt bætið þá við smá möndlumjólk. Bætið súkkulaðinu útí með sleif.

Mótið litlar kúlur í höndunum (um 1 msk hver). Raðið á bökunarplötuna en passið að hafa nóg bil á milli (5-8 cm) því þær eiga eftir að fletjast út í ofninum.

Bakið í 12-14 mínútur. Kökurnar verða mjúkar fyrst þegar þær koma úr ofninum en munu verða stökkar þegar þær kólna. Látið kólna alveg og geymið svo í ísskáp eða frysti.


Please follow and like us: