
Svakalega fljótlegt og einfalt nammi sem er gott að eiga í frysti.
- 2 msk smjör, brætt (eða kókosolía til að gera vegan)
- 2/3 bollar hnetusmjör
- 1 bolli ósætt kókosmjöl
- 1 msk kakó
- 4 dropar kókos stevía (eða annað bragð ef þið viljið)
——–
- Bræðið smjörið í skál í örbylgjuofni
- Hrærið hnetusmjörinu og kakóduftinu saman við
- Bætið kókosmjölinu og stevíunni samanvið og hrærið vel.
- Setjið 1 msk í einu á bökunarplötu með smjörpappír
- Frystið í 15 mínútur.
- Geymið í frysti, best að borða beint úr frysti.
Please follow and like us: