Twix heilsunammi
Hollari sætindi Sætindi

Twix heilsunammi (vegan)

Þetta heilsunammi minnir svolítið á Twix en er hollari útgáfa og inniheldur hrein innihaldsefni eins og möndlumjöl, hlynsýróp og dökkt súkkulaði. Þriggja laga góðgæti sem er hægt að gera vegan.

Neðsta lagið:
1 1/2 bolli möndlumjöl
3 msk brædd kókosolía
2 msk hlynsýróp
1 tsk vanillu extrakt
1/4 tsk salt

Millilagið:
2/3 bollar mjúkt hnetusmjör
1/3 bolli hlynsýróp
1/4 bolli kókosolía
1 tsk vanillu extrakt
1/4 tsk sjávarsalt

Efsta lagið:
3/4 bollar dökkir súkkulaðidropar (vegan ef vill)
1 msk kókosolía


Hitið ofninn í 175°C (350°F). Finnið til 8×8 tommu ferkantað mót og setjið smjörpappír ofaní ef þarf (ég notaði sílikon mót þannig að smjörpappír er óþarfi).

Neðsta lagið:
Setjið möndlumjöl, kókosolíu, hlynsýróp, vanillu extrakt og salt í miðlungsstóra skál. Blandið saman með gaffli þar til deigið festist saman. Setjið í mótið og jafnið út með fingrunum. Bakið í 10 mínútur og látið kólna í amk 10 mínútur áður en þið setjið næsta lag ofaná.

Millilagið:
Setjið hnetusmjör, hlynsýróp, kókoslíu, vanillu extrakt og salt í meðalstóran pott og hitið á meðal-lágum hita í um 2 mínútur eða þar til karamellan byrjar að búbbla. Hrærið vel og hellið í mótið. Setjið í ísskáp í amk 30-60 mínútur til að hnetusmjörið nái að harðna. Ef þið eruð óþolinmóð má flýta fyrir og setja í frysti í 15-20 mínútur í staðinn.

Efsta lagið:
Bræðið súkkulaði og kókosolíu í örbylgjuofni í 30 sekúndur í einu þar til súkkulaðið er bráðnað. Hrærið á milli. Einnig er hægt að bræða þetta saman í litlum potti á lágum hita. Hellið í mótið og hallið forminu aðeins til svo að súkkulaðið dreifist jafnt. Setjið ísskáp í amk 20 mínútur þar til súkkulaðið er alveg harðnað (ég setti í frysti til að flýta fyrir).

Losið nammið úr mótinu og skerið í 16 bita, þeir eiga að vera langir og mjóir eins og Twix súkkulaðið. Byrjið á að skera í tvennt og skerið svo hvorn helming í 8 bita. Geymið ísskáp í allt að viku eða í frysti í allt að mánuð. Ég greymi í frysti og læt sitja við stofuhita í sirka 10 mínútur áður en ég fæ mér.

Næringarupplýsingar (1 biti af 16):

Kaloríur: 255kcal, Fita: 20.4g, Mettuð fita: 8.8g, Kolvetni: 16.9g, Trefjar: 2.1g, Sykur: 12.9g, Prótein: 4.9g


Please follow and like us: