Indversk linsubaunasúpa
Grænmetisréttir Súpur og salöt

Holl og heit indversk linsubaunasúpa

Þetta eru 4 skammtar

250 gr rauðar linsubaunir
1 laukur
1 rauð paprika
1 msk olía
1/2 dós kókosmjólk
1 msk appelsínuþykkni
1/2 msk karrý
1 tsk túrmerik
1 búnt ferskt kóríander
1/2 l vatn

———————————-

Skolið linsubaunirnar vel og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.

Skerið laukinn og paprikuna smátt. Grófsaxið kóreander og leggið til hliðar.

Mýkið laukinn og paprikuna í potti við meðalhita í nokkrar mínútur. Bætið við kókosmjólk, appelsínuþykkni, karrý, túrmerik, vatni og soðnum linsubaunum og hrærið vel. Látið malla í nokkrar mínútur. Bætið kóreander útí í lokin.

Ég hafði naan brauð með (sjá uppskrift hér). Það passaði vel að skella í brauðið og  gera súpuna á meðan deigið var að hefa sig. Á meðan súpan mallaði þá steikti ég svo brauðin.

Hver skammtur inniheldur 22 gr af kolvetnum.


Please follow and like us: