Létt og góð tómatsúpa með mexíkósku ívafi.
2 msk olía
l laukur
4 hvítlauksrif
2 vorlaukar
1 rauður chillipipar
2 bollar svartar baunir úr dós
400 ml maukaðir tómatar
800 ml vatn (eða meira ef þið viljið hafa súpuna þynnri)
2 msk tómatpúrra
2 msk grænmetiskraftur
3 stk tómatar
1 tsk cumin
1 tsk sjávarsalt
smá svartur pipar
1 msk hunang
safi úr hálfri lime
2 msk ferskur kóríander
Nachos
Ostur (má sleppa)
————————————————–
– Saxið laukinn, vorlaukinn, chili (fræhreinsið ef þið viljið minna sterkt) og pressið hvítlauksrifin og setjið allt saman í skál. Skerið tómatana í litla bita og setjið til hliðar.
– Setjið olíuna í stóran pott og stillið á miðlungshita. Steikið laukinn, vorlaukinn, chili og hvítlaukinn í nokkrar mínútur til að mýkja laukinn.
– Bætið maukuðu tómötunum útí og lækkið hitann aðeins.
– Bætið vatninu, fersku tómötunum og svörtu baununum við (skolið baunirnar fyrst).
– Setjið tómatpúrruna, grænmetiskraftinn, cumin og sjávarsaltið út í. Setjið smá svartan pipar og hrærið vel. Látið súpuna malla í 20 mínútur.
– Þegar súpan er búin að malla í 20 mínútur, smakkið þá súpuna og ath. hvort ykkur finnist þurfa að krydda meira (setja t.d. meiri svartan pipar). Takið því næst pottinn af hellunni.
– Saxið kóríanderinn smátt niður og setjið sirka 2 msk í pottinn ásamt lime-safanum og hunanginu. Hrærið vel saman.
– Setjið súpuna í skálar, myljið nachos yfir og rifinn ost ef vill.