Grænmetisréttir Pizzur og pasta

Pizza með sveppum og rauðlauk

Þessi uppskrift kemur úr bók með uppskriftum fyrir betri blóðsykur og er því hentug fyrir sykursjúka. Hún inniheldur blöndu af hveiti og heilhveiti og mikið af sveppum og er því í hollari kantinum fyrir pizzu. Úr þessu kemur ein 12″ pizza.

Botn:
3/4 bolli heilhveiti
3/4 bolli hveiti
2 tsk quick-rising ger
3/4 tsk salt
1/4 tsk sykur
1/2-2/3 bollar heitt vatn (50-55°C/120-130°F)
2 tsk ólífuolía

Setjið heilhveiti, hveiti, ger, salt og sykur í matvinnsluvél og “pulsið” nokkrum sinnum til að blanda öllu saman. Mælið vatnið (byrjið með 1/2 bolla) og bætið olíunni samanvið. Setjið matvinnsluvélina í gang og hellið vatnsblöndunni í gegnum opið á vélinni. Bætið við meira vatni eftir þörfum þangað til deigið fer að haldast saman í kúlu. Deigið á að vera mjög mjúkt. Ef það er of þurrt, bætið þá við 1-2 msk af heitu vatni en ef það er of klístrað bætið þá við 1-2 msk af hveiti.

Stráið smá hveiti á borð (ca 1 msk) og hnoðið aðeins samanvið deigið. Spreyið plastfilmu með smá non-stick spreyi og setjið utanum deigið. Látið það standa í 10-20 mínútur. Farið á meðan í næsta skref.

————-

Hitið ofninn í 230°C (450°F)

2 tsk ólífuolía
250 gr hvítir eða cremini sveppir, smátt skornir
1/2 bolli rauðlaukur, smátt skorinn
2 hvítlauksgeirar, kramdir
1/2 tsk þurrkuð steinselja
smá salt
smá nýmalaður pipar
2/3 bollar marinara sósa (líka má nota kramda tómata úr dós)
1/2 tsk chiliflögur (má sleppa ef þið viljið ekki hafa þetta sterkt)
1 tsk þurrkað oregano
1 1/4 bolli rifinn mozzarella ostur

Setjið smjörpappír á ofnplötu eða pizzaplötu ef þið eigið þannig. Hitið 2 tsk af ólífuolíu á stórri pönnu á meðalháum hita. Steikið sveppina í 3-4  mínútur eða þar til þeir mýkjast og brúnast. Bætið við hvílauknum og steikið áfram í 30 sekúndur. Takið af hitanum og bætið við steinselju, salti og pipar.

Blandið chiliflögum og oregano samanvið sósuna. Stráið smá hveiti á borð og fletjið út pizzuna (þetta á að vera ca 12″ pizza). Setjið sveppina á pizzuna og dreifið rauðlauknum yfir. Setjið að lokum ostinn á. Bakið í miðjum ofni í ca 15 mínútur eða þar til pizzan verður stökk og fer að taka lit.

Næringarupplýsingar fyrir einn skammt (1/4 af pizzunni):
368 kaloríur, 18 gr prótein, 45 gr kolvetni, 6 gr trefjar, 14 gr samtals fita, 5 gr mettuð fita, 22 mg kólesteról, 916 mg sodium


Please follow and like us: