Grænmetisréttir Súpur og salöt

Brasilísk baunasúpa með tómötum

Þessi er einföld og góð, hef gert hana oft.

1/4 bolli (60 ml) ólífuolía
1 rauðlaukur, smátt skorinn
1 msk karrýduft + 3 msk mulinn kóreander (krydd)
2 stórar sætar kartöflur, skrældar og skornar í teninga
2 bollar (500 ml) maukaðir tómatar (crushed)
5 bollar (1.5 L) sjóðandi vatn
2 msk balsamik edik
salt og nýmulinn pipar
2 bollar (500 ml) rauðar nýrnabaunir
1/4 bolli (60 ml) ferskur kóreander, smátt skorinn

—————————————————-

Hitið olíuna í stórum potti á meðalháum hita. Bætið við lauknum, karrýduftinu og kóreanderkryddinu. Steikið í 5 mínútur.

Bætið við sætu kartöflunum, tómötunum, vatninu og edikinu. Látið malla í 10 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Kryddið.

Bætið við nýrnabaununum og ferskum kóreander. Hitið í 5 mínútur.

Berið fram og njótið!


Please follow and like us: