Einfaldur og góður réttur. Tilvalið að bera fram í partýi eða t.d. sem kvöldmat í miðri viku.
1 búnt ferskur kóreander
1 dós (540 ml) svartar baunir, skolið í sigti
börkurinn og safinn úr 2 lime
1 msk þurrkað oregano
1/2 tsk salt
1 tsk hot sauce
6 stórar heilhveiti tortillur
2 bollar (500 ml) rifinn ostur
salsa, sýrður rjómi og/eða guacamole að eigin vali, ég mæli með guacamole allavega
———————–
Hitið ofninn í 200°C (400°F) og setjið smjörpappír á bökunarplötur.
Setjið kóreander, baunir, lime, oregano, salt og hot sauce í matvinnsluvél. Vinnið þar til þetta verður að mauki.
Dreifið maukinu jafnt á 3 tortillur. Dreifið ostinum jafnt yfir þessar 3 tortillur og setjið svo hina tortilluna yfir til að loka þannig að þetta verði 3 stórar tortillu “samlokur”.
Bakið í 10 mínútur og skerið svo hverja tortillu í ca 6 sneiðar. Berið fram með salsa, sýrður rjómi og/eða guacamole að eigin vali.
Kolvetnamagn í 3 sneiðum (1/2 tortilla samloka): 45 gr