Nú er ég komin í súpustuð aftur eftir sumarið og prófaði þessa súpu og get alveg mælt með henni. Upplagt er að gera heilhveitibrauðbollur með. Úr þessu koma 4-6 skammtar.
1 msk ólífuolía
1 laukur, smátt skorinn
2 bollar tómatbitar (ferskir eða úr dós)
2 meðalstór kúrbítur (zucchini), smátt skorin
2 hvítlauksgeirar, kramdir
4 bollar kjúklingasoð, lágt í sodium (líka má nota grænmetissoð)
4 maísstönglar, skerið maísinn af stönglinum
1/2 bolli ferskt basil, smátt skorið
1/4 bolli rifinn parmesan (má sleppa)
——–
Hitið olíu í stórum potti yfir meðalháum hita. Bætið við lauknum og smá salti og steikið í 5 mínútur eða þar til laukurinn mýkist.
Bætið við tómötum, kúrbít og hvítlauk og kryddið með smá salti og pipar. Lækkið hitann og látið malla í 5 mínútur. Setjið kjúlingasoðið samanvið og hækkið hitann aftur og látið suðuna koma upp.
Þegar þetta er farið að sjóða má lækka hitann aftur á meðalhita og bæta við maís, basil og parmesan. Mallið áfram í 3-5 mínútur eða þar til kúrbíturinn er farinn að mýkjast. Njótið!
Næringarupplýsingar fyrir 1 skammt (1/4 af uppskriftinni): 197 kaloríur – 6 gr samtals fita – 1,6 gr mettuð fita – 4 mg kólesteról – 31,1 gr kolvetni – 4,7 gr trefjar – 5,1 gr sykur – 8 gr prótein