Baunachili
Grænmetisréttir

Baunachili

Þetta chili inniheldur mikið af trefjum og próteini þannig að það hefur góð áhrif á blóðsykurinn.
8 skammtar.

2 tsk ólífuolía
1 bolli laukur, smátt skorinn (1 meðalstór)
1 bolli gulrætur, smátt skornar (2-4 meðalstórar)
3 hvítlauksgeirar, kramdir
5 tsk chili duft
1 chili, fræhreinsaður ef þið viljið minna sterkt eða má sleppa
4 tsk cumin
1 tsk oregano
4 bollar (1 líter) grænmetissoð eða kjúklingasoð með litlu salti
3/4 bolli (180ml) brúnar linsubaunir, skolið vel
stór dós (800 ml) skornir tómatar (diced)
2 dósir (540 ml hver) dökkar nýrnabaunir, skolið vel
nýmalaður pipar eftir smekk

Ofan á:
Avacado í sneiðum
Rifinn ostur
Sýrður rjómi
Ferskur kóreander

—————————-

Hitið olíu í stórum potti við meðalhita. Bætið við lauk og gulrótum. Látið mýkjast í 3-5 mínútur.

Bætið við hvítlauk, chili dufti, cumin og oregano og steikið í 30-60 sekúndur. Bætið við soði og linsubaunum og látið og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann í meðal-lágan, setjið lokið á pottinn og látið malla í 25 mínútur.

Bætið við tómötum, baunum og pipar. Látið suðuna koma upp og lokið á og látið malla á meðal-lágum hita í 15-20 mínútur eða þar til linsubaunirnar eru farnar að mýkjast.

Skammtið á diska og skreytið með avacado, osti, sýrðum rjóma og kóreander.

Næringarupplýsingar fyrir einn skammt:
199 kaloríur, 12 gr prótein, 36 gr kolvetni, 12 gr trefjar, 3 gr samtals fita, 0 gr mettuð fita, 0 gr kólesteról, 691 mg natríum


Please follow and like us: