Súpan góða
Grænmetisréttir Súpur og salöt

Austurlensk kjúklingabaunasúpa

Ein af uppáhalds matreiðslubókunum mínum er bók sem heitir Soupesoup. Ég má til með að deila þessari uppskrift því hún á það skilið. Næst myndi ég kannski bæta aðeins meira vatni við því ég vil hafa aðeins meiri súpu í súpunni ef svo má að orði komast.

2 msk ólífuolía
5 hvítlauksgeirar, smátt skornir
1 laukur, smátt skorinn
1 tsk cumin fræ
1/2 tsk chili flögur
1/2 tsk túrmerik
lauf af tveimur greinum af timjan (thyme)
3 tómatar, skornir í litla bita
1 stöngull sellerí, smátt skorinn
3 bollar (750 ml) sjóðandi vatn
3 bollar (750 ml) eldaðar kjúklingabaunir (dós)
1 bolli kirsuberjatómatar (má sleppa, eins og ég gerði)
nýmulið salt og pipar
1/4 bolli ferskt kóreander, skorið

—————————————

Hitið olíuna í stórum potti á meðalhita. Eldið hvítlauk, lauk, kryddin og thyme í 10 mínútur (mér fannst 5 mín nú nóg…)

Bætið tómötunum við og eldið í 2 mínútur í viðbót eða þar til tómatarnir fara að mýkjast.

Bætið við sellerí og vatni. Látið suðuna koma upp og lækkið svo hitann og látið malla í 10 mínútur.

Bætið við kjúklingabaununum og kirsuberjatómötunum ef þið viljið þá. Kryddið með salti og pipar. Látið malla í 5 mínútur í viðbót.

Skreytið með kóreander rétt áður en þið berið súpuna fram.


Please follow and like us: