Hakkréttir

Pítur með hakki

1 lítill rauðlaukur
nokkrir sveppir (ca hálft box)
kál
annað grænmeti að eigin vali, t.d. paprika, gúrkur, tómatar…
1 tsk paprika
1 tsk cumin
2 tsk chiliduft
smá salt og pipar
1 pakki nautahakk (um 500 gr)
1/2 dl vatn
pítubrauð
rifinn ostur
pítusósa (uppskrift hér)

——————————————–

Skerið grænmetið smátt. Hitið smá olíu á miðlungshita á pönnu og steikið rauðlaukinn og sveppina (og annað grænmeti ef vill). Takið af pönnunni og setjið til hliðar.

Steikið hakkið í nokkrar mínútur þar til það er orðið vel eldað og bætið þá kryddunum og vatninu við og blandið vel saman. Látið malla í nokkrar mínútur og bætið við vatni ef þetta er of þurrt.

Leggið á borð meðan þetta mallar og setjið grænmetið og ostinn í skálar. Mér finnst gott að nota stór pítubrauð, setja sósu hakk og allt gumsið á helminginn af pítunni og brjóta hana svo saman.


Please follow and like us: