Þessi er ótrúlega fljótlegur og góður, örugglega nýi uppáhaldseftirrétturinn minn. Það er upplagt að frysta gamla banana og nota í þetta. Gott er að stappa þá og frysta þannig í ziplock poka. Mátulegur skammtur fyrir tvo.
3 frosnir bananar
200 ml kókosmjólk
pistasíuhnetur
ristaðar kókosflögur
—————————–
Setjið banana og kókosmjólk í blandara. Berið fram í fallegu glasi og stráið pistasíuhnetum og kókosflögum yfir.
Please follow and like us: