Ís og eftirréttir

After Eight ís með piparmyntusósu

4 eggjarauður
60 g sykur
2 tsk vanillusykur
2 1/2 dl mjólk
5 dl þeyttur rjómi
150 g After Eight, saxað

– – – – – – – – – –

Þeytið saman eggjarauður, sykur og vanillusykur í hitaþolinni skál þar til blandan er ljós og létt. Hitið mjólkina að suðu og hrærið svo saman við. Setjði skálina yfir heitt vatnsbað og þeytið þar til þykknar. Kælið.

Blandið þeytta rjómanum saman við og setjið í ísvél.

Þegar ísinn er ca hálfnaður bætið þá súkkulaðinu við.

Sósa:
2 1/2 dl rjómi
15 stk After Eight
50 g dökkt súkkulaði

Hitið saman rjóma og After Eight í potti, hrærið vel og látið sjóða í 2-3 mín. Takið af hitanum og hrærið súkkulaðinu saman við. Berist fram volgt.


Please follow and like us: