Bananaís
Ís og eftirréttir

Bananaís með valhnetum og súkkulaði

2 stór egg
3/4 bollar sykur (1,8 dl)
2 bollar rjómi (5 dl)
1 bolli mjólk (2 1/2 dl)
2 vel þroskaðir bananar (því fleiri brúnir blettir á hýðinu, því betra)
Safi úr einni sítrónu
1/2 bolli (rúmlega 1 dl) saxaðar valhnetur (eða eftir smekk)
1/2 bolli (rúmlega 1 dl) súkkulaðibitar (eða eftir smekk)

———————————-

Fyrst eru eggin þeytt í 1-2 mín, þangað til þau fara að verða svona létt froðukennd. Svo er sykrinum hrært saman við smá í einu, svo þeytt í um 1 mín í viðbót. Svo er mjólkinni og rjómanum bætt við og þeytt létt saman. Setjið í ísvél og látið hana vinna í ca 15-20 mín eða þar til ísinn er farinn að þykkna.

Maukið bananana og sítrónusafann vel með gaffli. Hellið þessu út í ísvélina þegar ísinn er farinn að þykkna. Hendið hnetunum og súkkulaðinu samanvið og látið vélina vinna þar til ísinn er orðinn vel þéttur.


Please follow and like us: