Ís og eftirréttir

Kókosbolluís

2 egg
1,8 dl sykur
2,5 dl mjólk
5 dl rjómi
4 kókosbollur
smá slatti af söxuðu súkkulaði

– – – – – – – – – – – – – – –

Fyrst eru eggin þeytt í 1-2 mín, þangað til þau fara að verða svona létt froðukennd. Svo er sykrinum hrært saman við smá í einu, svo þeytt í um 1 mín í viðbót. Svo er mjólkinni og rjómanum bætt við og þeytt létt saman. Sett í ísvél og eftir ca 35 mín er krömdum kókosbollum bætt saman við, og smá slatta af söxuðu súkkulaði og lét vélina ganga í svona 5 mín í viðbót


Please follow and like us: