Þessi útgáfa er aðeins hollari en hefðbundin frönsk súkkulaðikaka. Í staðinn fyrir smjör er kókosolía og sætan kemur út döðlunum og súkkulaðinu reyndar. Hún er mjög einföld og létt.
200 gr dökkt súkkkulaði (70%)
180 gr kaldpressuð kókosolía
130 gr döðlur, passið að þær séu steinlausar
2 msk vatn
25 gr fínt spelt
4 egg
1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk sjávarsalt
——-
Hitið ofninn í 190°C (375°F). Brjótið súkkulaðið í meðalstóran pott, bætið kókosolíunni út í og setjið á miðlungshita. Skerið döðlurnar gróft og bætið í pottinn ásamt vatninu. Velgið þetta varlega saman í 4-5 mínútur. Hrærið á meðan og gætið vel að hitanum.
Maukið þetta allt saman með töfrasprota eða í blandara (mun þægilegra að nota töfrasprota). Setjið í skál og kælið aðeins.
Hrærið næst eggin saman með spelti, vanillu og sjávarsalti. Blandið að lokum öllu varlega saman, setjið í 22cm hringlaga form klæddu með bökunarpappír og bakið í um 18 mínútur. Það er betra að baka kökuna minna en meira.
Látið kökuna kólna og skreytið með jarðarberjum eða öðrum ferskum berjum og berið fram með þeyttum rjóma.