Grænmetisréttir

Hægeldað létt grænmetischili

Þessi réttur er ætlaður fyrir slow cooker (hægeldunarpott) en gengur líka í venjulegum potti með smá breytingum. Afar holl og góð uppskrift sem er líka góð fyrir blóðsykurinn. Þetta eru um 6 skammtar.

1 msk ólífuolía
2 laukar, smátt skornir
6 hvítlauksgeirar, kramdir
1 msk cumin fræ, mulin í morteli
1 msk þurrkað oreganó
1/2 tsk salt
1 tsk mulin piparfræ
1 stór dós (um 800 ml) skornir tómatar í dós með safa
2 bollar grænmetissoð
250 gr portobello sveppir, stönglar teknir af og sveppirnir skornir í um 2,5 cm bita
1 dós (um 540 ml) hvítar nýrnabaunir, sigtaðar og skolaðar
1-2 jalapeno, smátt skornir (mætti sleppa ef þið viljið ekki hafa þetta of sterkt)
2 grænar paprikur, smátt skornar
1 1/2 bolli rifinn ostur (Monterey Jack eða annar)
1 dós (um 125 ml) smátt skorinn grænn chili, sigtað (eða bara 1 stórt chili smátt skorið)

Ofaná:
salsa
ferskur kóreander
sýrður rjómi
tortilla flögur

————–

Ef þið notið slow cooker:
Hitið olíu á pönnu við meðalhita og steikið laukinn þar til hann mýkist, í um 3 mínútur. Bætið við hvítlauk, cumin fræjum, oreganó, salti og pipar og eldið áfram í 1 mínútu.

Setjið þetta í slow cookerinn ásamt tómötum, grænmetissoði, sveppum og baunum og eldið á lágum hita í 6-8 tíma eða á háum hita í 3-4 tíma. Bætið eftir það við jalapeno, papriku, osti og chili. Setjið lokið aftur á og látið malla áfram í 20-30 mínútur eða þar til paprikan er mjúk og osturinn er bráðnaður.

Ef þið notið ekki slow cooker:
Hitið olíu í stórum potti við meðalhita og steikið laukinn þar til hann mýkist, í um 3 mínútur. Bætið við hvítlauk, cumin fræjum, oreganó, salti og pipar og eldið áfram í 1 mínútu.

Bætið við tómötum, grænmetissoði, sveppum og baunum og eldið á mjög lágum hita í 1 1/2 tíma. Bætið eftir það við jalapeno, papriku, osti og chili. Setjið lokið aftur á og látið malla á aðeins hærri hita í 20-30 mínútur eða þar til paprikan er mjúk og osturinn er bráðnaður.

Skammtið í skálar og setjið sýrðan rjóma, ferskt kóreander og salsa ofaná.

Næringarupplýsingar í einum skammti:
274 kaloríur, 9.8 gr fita, 18 mg kólesteról, 586 mg sódíum, 16.9 gr prótein 32.7 gr kolvetni, 10 gr trefjar


Please follow and like us: