Grænmetisréttir

Grænmetisborgarar

3 msk rauðlaukur
1/4 rauð paprika
1 dós (400 gr) svartar baunir
1 1/2 bolli sveppir
1/4 bolli ferskt kóreander
1/2 bolli eldað Quinoa
1 egg
3 msk taco krydd
1/2 bolli Panko brauðmylsna
1 lítið zucchini, rifið og vökvinn kreistur úr
salt og pipar eftir smekk
kál, tómatar og avacado til að setja ofaná (eða hvað sem þið viljið ofaná borgarann)
hamborgarabrauð

———————————–

1) Setjið rauðlaukinn og paprikuna í matvinnsluvél og “pulsið” þar til þetta er orðið smátt skorið.

2) Hitið smá ólífuolíu á lítilli pönnu og steikið laukinn og paprikuna í um 2 mínútur. Setjið til hliðar.

3) Setjið baunirnar í matvinnsluvélina og “pulsið” þar til þær eru orðnar að mauki að mestu leyti. Setjið í stóra skál.

4) Setjið sveppi og kóreander í matvinnsluvélina og “pulsið” þar til þetta er orðið smátt skorið en ekki alveg maukað. Setjið í stóru skálina með baunamaukinu.

5) Bætið paprikunni og lauknum útí baunablönduna ásamt quinoa, eggi, taco kryddi, zucchini og brauðmylsnu. Blandið vel saman með höndunum. Saltið og piprið eftir smekk. Bætið meiri brauðmylsnu við ef ykkur finnst það þurfa. Hyljið skálina með plastfilmu og kælið í ísskáp í 1-2 tíma til að þetta harðni aðeins og það verði auðveldara að móta borgarana. Annars vill þetta verða of losaralegt og detta í sundur.

6) Hitið 3 msk af ólífuolíu á pönnu við meðalhita.

7) Mótið nokkra borgara með höndunum, úr þessu ættu að koma 6-8 borgarar. Gott er að bleyta hendurnar áður en þið mótið. Eldið í 3-4 mínútur á hverri hlið eða þar til þeir verða gullinbrúnir. Kælið aðeins áður en þið berið fram.

8) Setjið t.d. kál, tómata og avacado ofaná og gæðið ykkur svo á herlegheitunum.


Please follow and like us: