Fínasti ofnréttur sem dugir fyrir um 6 manns.
6 stórar korn tortillur eða 6 meðalstórar heilhveiti tortillur
1 msk grænmetisolía
3 hvítlauksgeirar, smátt skornir
1 lítill laukur, smátt skorinn
1 jalapeno, smátt skorið
3 meðalstór zucchini, skorin í litla bita
1 bolli tómatmauk (ground tomatoes)
1 bolli saxaðir tómatar í dós (líka hægt að nota bara 2 bolla af tómatmaukinu og sleppa söxuðu tómötunum)
1 bolli gular baunir, sigtaðar
1 bolli svartar baunir úr dós, skolaðar og sigtaðar
2 tsk oregano
1 tsk cumin
1 tsk chili duft
nýmalaður salt og pipar
rifinn ostur
sýrður rjómi til að hafa til hliðar
———–
Hitið ofninn í 180°C (350°F).
Skerið grænmetið og finnið kryddin til. Hitið olíuna á stórri pönnu á meðalháum hita og steikið laukinn, hvítlaukinn og jalapeno í 4-5 mínútur. Bætið zucchini á pönnuna og steikið áfram í nokkrar mínútur eða þar til það fer að mýkjast aðeins. Bætið þá við tómatmaukinu, baununum, kryddunum og blandið vel. Látið malla í 10 mínútur. Bætið við smá vatni ef ykkur finnst vanta vökva.
Á meðan þetta mallar hitið þá litla pönnu og hitið hverja tortillu á báðum hliðum þar til hún verður pínu stökk. Finnið til stórt eldfast mót og setjið helminginn af grænmetisblöndunni í botninn á mótinu. Dreifið tortillunum jafnt yfir og setjið svo annað lag af grænmetisblöndunni yfir. Stráið rifnum osti yfir og setjið í ofn í 15 mínútur.
Berið fram með sýrðum rjóma og salati ef vill.