Indverskur hakkréttur
Hakkréttir

Indverskur hakkréttur með kartöflum

1 stór kartafla
1 laukur, smátt skorinn
1 msk engifer, smátt skorið
2 hvítlauksgeirar
1 thai chili eða chili flögur eftir smekk, ef þið viljið hafa þetta sterkt
1 tsk salt
1/2 tsk cayanne pipar
1/2 tsk túrmerik
1 msk kóreanderduft (ground coriander)
500 gr nautahakk
smá olía til steikingar (t.d. canola)
2 tómatar eða kramdir tómatar í dós, ca einn bolli
dreift yfir í lokin: garam masala krydd og ferskur kóreander

——————————————————–

Fyllið stóra skál af vatni, skerið kartöfluna í þunnar sneiðar og leggið í bleyti í vatninu.

Steikið laukinn á pönnu þar til hann verður léttsteiktur, bætið þá kryddunum við ásamt engiferinu og hvítlauknum (og chili ef þið hafið það) og steikið í smá stund í viðbót.

Bætið við hakkinu og 1/4 bolla af vatni og blandið öllu vel saman.

Látið malla á meðalhita í nokkrar mínútur eða þangað til vatnið gufar upp að mestu leyti og hakkið er orðið nokkuð eldað. Hér má setja lok yfir pönnuna ef þið eigið slíkt.

Bætið kartöflunum út á pönnuna og látið malla áfram í nokkrar mínútur, bæti vatni eða olíu ef þarf.

Bætið tómötunum við og haldið áfram að elda þar til kartöflurnar eru eldaðar.

Skreytið með fersku kóreander og kryddið með garam masala


Please follow and like us: