Hollari sætindi

Undrakúlur

Þessar eru mjög einfaldar og meinhollar. Í þeim eru hafrar og hnetusmjör sem hafa góð áhrif á blóðsykurinn og í þeim eru líka hörfræ sem innihalda omega 3 fitusýrur og chia fræ sem er ofurfæða. Þær eru sætaðar með hunangi eða agave, ég notaði agave í þetta sinn. Maður þarf ekki að hafa samviskubit yfir að fá sér þetta gotterí.

1 bolli hafrar
2/3 bolli ristaðar ósætaðar kókosflögur
1/2 bolli hnetumsjör (betra að hafa það frekar mjúkt þegar kúlurnar eru gerðar)
1/2 bolli mulin hörfræ
1/3 bolli hunang eða agave sýróp
1/4 bolli ósætt kakó
1 msk chia fræ
1 tsk vanillu extract

———-

Hrærið öllum innihaldsefnunum saman í meðalstórri skál (ég notaði Kitchenaid hrærivélina mína til að auðvelda vinnuna). Hyljið skálina og setjið í ísskáp í a.m.k. 30 mínútur til að það sé auðveldara að ná kúlunum saman á eftir.

Mótið litlar kúlur með höndunum, þið getið þurft að kreista þær soldið til að þær haldist saman. Geymið í loftheldu íláti í ísskáp. Þær eiga að geymast í viku í ísskáp.

Ef þær eru of þurrar bætið þá auka matskeið eða svo af hunangi eða hnetusmjöri. Ef þær eru of blautar bætið þá við höfrum.


Please follow and like us: