Hakkréttir

Kalkúna chili

550 gr magurt kalkúnahakk (líka hægt að nota kjúklingahakk)
1 stór laukur, smátt skorinn
2-4 hvítlauksgeirar, kramdir
1 græn paprika, smátt skorin
3 bollar (750 gr) rauðar nýrnabaunir
800 gr (lífrænir) skornir tómatar í safa (úr dós)
850 gr (lífræn) tómatasósa (ekki tómatsósa eins og ketchup)
1 msk jalapeno, smátt skorinn
2 msk mulið kúmen (cumin)
2 msk chili powder
1 tsk cayenne pipar (ef þið viljið hafa sterkt)
1/2 msk salt

——————————————

Steikið laukinn og paprikuna í um 1 msk af grænmetisolíu (t.d. canola). Eldið í um 2 mínútur. Bætið við kalkúnahakkinu og blandið vel.

Þegar hakkið er byrjað að brúnast bætið við kúmeni, chili powder, jalapenos og hvítlauk.

Eftir 5 mínútur, bætið við tómötunum, tómatasósunni og nýrnabaununum.

Látið malla þar til allt er eldað (þetta voru um 45 mínútur samtals hjá mér).
Skreytið með vorlauk, rifnum osti og sýrðum rjóma.


Please follow and like us: