Kökur

Amerískar pönnukökur

1 bolli hveiti (250 ml)
2 msk sykur
1/2 tsk salt
1 bolli mjólk (250 ml)
2 msk matarolía
1 egg

————

Blandið saman þurrefnum og bætið svo vökvanum útí. Hrærið öllu saman svo það blandist vel saman.

Lykillinn að loftmiklum pönnukökum er að hræra þær ekki of mikið og það er í lagi að smáir kekkir séu í deiginu. Ef ykkur finnst deigið vera of þunnt, látið það standa í nokkrar mínútur þar sem það þykkist aðeins við það.

Setjið ca 3 matskeiðar af deigi á pönnu á miðlungshita sem hefur aðeins verið pensluð með matarolí og snúið við þegar loftbólur fara að myndast. Bakist svo í 1-2 mínútur á seinni hliðinni.

Berið fram volgar með hlynsýrópi, sultum, flórsykri, smjöri eða beikoni.


Please follow and like us: