Hakkréttir

Burrito í ofni

Dugir fyrir 4-6 manns

450 gr fitulítið nautahakk
1/2 bolli laukur, smátt skorinn
2 hvítlauksgeirar, smátt skornir
1/2 tsk oregano krydd
2 tsk kúmen krydd
1/2 tsk salt
1/2 tsk nýmulinn svartur pipar
110 gr grænn chili, smátt skorinn
450 gr baunamauk (refried beans)
280 gr enchilada sósa (eða salsa sósa)
6 stk meðalstórar tortillur (8-10 tommur)
2 bollar rifinn ostur
Sýrður rjómi
Vorlaukur

– – – – – – – – – –

– Hitið ofninn í 180 gráður.

– Brúnið hakkið, laukinn og hvítlaukinn við meðalhita þar til hakkið er orðið þokkalega steikt.

– Bætið við oregano, kúmen, salti, pipar og chili og eldið í um 6 mínútur í viðbót. Hrærið vel og blandið öllu saman.

– Bætið við baunamaukinu og 1/2 bolla af enchilada (eða salsa) sósunni. Látið malla í 5 mínútur í viðbót.

– Setjið hakkið í rönd í miðja tortilluna. Stráið osti yfir og rúllið tortillunni upp. Endurtakið þar til hakkið klárast.

– Raðið tortillunum í eldfast mót og hellið restinni af enchilada (eða salsa) sósunni yfir og stráið osti þar yfir.

– Hitið í ofni í 10-15 mínútur eða þar til osturinn bráðnar.

– Gott er að setja sýrðan rjóma og vorlauk ofaná þegar þetta er komið úr ofninum.


Please follow and like us: